Skip to content

Daníel og Jakob framlengja

Þeir Daníel Andri Valtýsson og Jakob Ingi Stefánsson hafa báðir framlengt samninga sína við Handknattleiksdeild Gróttu til næstu 2ja ára.

Er það mikið gleðiefni fyrir deildina að núverandi leikmenn séu að framlengja við liðið og ætli sér að taka slaginn í Olís-deildinni á næsta keppnistímabili.

Daníel Andri er 24 ára gamall markmaður sem kom til Gróttu fyrir núverandi keppnistímabil. Daníel stóð sig í vetur oft á tíðum frábærlega og er það mikill styrkur fyrir liðið að halda honum.

Jakob Ingi er 23 ára gamall vinstri hornamaður sem kom einnig til Gróttu fyrir núverandi keppnistímabil. Jakob var fljótt einn af lykilmönnum liðsins og skoraði 44 mörk í 15 leikjum tímabilsins.

Við hlökkum til að fylgjast með framgöngu þeirra á vellinum næsta vetur í deild þeirra bestu !

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print