Skip to content

Birgir Steinn og Bergur Elí til Gróttu!

Þeir Birgir Steinn Jónsson og Bergur Elí Rúnarsson gengu í dag til lið við Gróttu og skrifuðu báðir undir 2ja ára samning við félagið.

Birgir sem er 21 árs gömul skytta kemur til félagsins frá Stjörnunni þar sem hann er uppalinn. Hann lék láni á síðari hluta keppnistímabilsina hjá Fjölni í Olís-deildinni þar sem hann fór hamförum og skoraði 29 mörk í 5 leikjum eða 5,8 mörk að meðaltali í leik. Birgir er ungur að árum og virkilega efnilegur leikmaður sem mun styrkja Gróttu-liðið mikið á komandi keppnistímabili.

Bergur Elí er svo 25 ára gamall örvhentur hægri hornamaður sem kemur frá Fjölni. Á síðasta keppnistímabili lék Bergur 17 leiki fyrir Fjölni í Olís-deildinni og skoraði í þeim 47 mörk og kemur til með að styrkja leikmannahópinn mikið. Bergur hefur á sínum ferli m.a leikið með FH og KR og var hluti af KR-liðinu sem komst upp í Olís-deildina fyrir nokkrum árum svo Bergur er hokinn af reynslu þrátt fyrir ungan aldur.

Það er okkur sönn ánægja að kynna þessa tvo öflugu leikmenn til leiks hjá Gróttu og fögnum við því mikið að hafa náð að klófesta þá og hlökkum til að fylgjast með þeim á komandi tímabili!

Áfram Grótta!

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print

Information

Aðalsími Gróttu 561-1133
Skrifstofa Gróttu opin virka daga
frá kl. 13:00 – 16:00
grotta@grotta.is

Fréttaflokkar