Arnar Jón Agnarsson og Davíð Örn Hlöðversson hafa verið ráðnir þjálfarar meistaraflokks kvenna hjá Gróttu. Samningurinn er til þriggja ára.
Þjálfararnir taka við boltanum af Alfreð Erni Finnssyni sem stýrði liðinu í vetur. Alfreð stígur til hliðar vegna starfa sinna hjá HSÍ. Það eru ánægjuleg tíðindi að Alfreð verður áfram í röðum Gróttu og mun áfram starfa hjá félaginu á öðrum vettvangi.
Bæði Arnar Jón og Davíð þekkja heldur betur til félagsins. Arnar Jón hefur starfað sem yfirþjálfari yngri flokka hjá Gróttu undanfarin tvö ár og Davíð hefur þjálfað hjá félaginu í 14 ár.
Kristín Þórðardóttir formaður Handknattleiksdeildar Gróttu hafði þetta að segja við undirritunina: „Við í stjórn deildarinnar erum gríðarlega ánægð með samningana við Arnar Jón og Davíð og væntum mikils af þeirra störfum næstu árin“