Skip to content

Arnar Daði tekur við Gróttu og Daði Laxdal framlengir!

Arnar Daði Arnarsson var í dag ráðinn þjálfari meistaraflokks karla í handbolta hjá félaginu til næstu þriggja ára. Einnig var framlengdur samningur við Daða Laxdal sem er Gróttu-fólki vel kunnugur.

Arnar, sem tekur við liðinu af Einari Jónssyni, kemur frá Val þar sem hann hefur þjálfað yngri flokka félagsins undanfarin ár auk þess að hafa verið aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna um tíma og stýrt ungmennaliði félagsins.

Handknattleiksdeildin er gríðarlega ánægð með að samningar hafa náðst við Arnar og binda miklar vonir við komu hans til félagsins.

Daði Laxdal er eins og áður segir Gróttu-fólki vel kunnugur og fagnar handknattleiksdeildin því að hann hafi ákveðið að framlengja samning sinn og taka slaginn með liðinu í Grill-66 deildinni.

Þórir Jökull Finnbogason, úr stjórn handkd. Gróttu, sagðist við undirskriftina vera mjög ánægður með ráðninguna á Arnari Daða, hann hafi smell passað í þann prófíl þjálfara sem félagið var að leitast eftir til að taka við ungu Gróttu-liði og leiða þá uppbyggingu sem nú er að hefjast hjá deildinni eftir fall liðsins í Grill-66 deildina. Daði er svo Gróttu maður og erum við mjög ánægð með að halda honum hjá okkur.

Arnar Daði hafði þetta að segja við undirritunina: “Ég er gríðarlega spenntur fyrir þessu verkefni og þakklátur að hafa fengið það tækifæri að taka við Gróttu.

Ég tók þá ákvörðun um tvítugt þegar ég þurfti að hætta handknattleiksiðkun vegna þráðlátrar meiðsla að stefna að því að gerast þjálfari. Ég tel þetta vera gott skref á mínum þjálfaraferli og ég tel mig vera tilbúinn að takast á við þetta spennandi en jafnframt krefjandi verkefni”.

Daði Laxdal segist spenntur fyrir komandi tímabili: „Ég tók mér árs frí vegna anna í vinnu og til að jafna mig á ýmsum meiðslum í fyrra. Ég mun því koma tvíefldur í baráttuna í Grillinu á næsta ári. Ég er jafnframt gríðarlega spenntur að vinna með Arnari Daða og held að hann eigi eftir að gera flotta hluti með ungt Gróttulið á næsta ári.“

Frekari fregna af leikmanna málum mfl.karla er að vænta á næstu dögum.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print

Information

Aðalsími Gróttu 561-1133
Skrifstofa Gróttu opin virka daga
frá kl. 13:00 – 16:00
grotta@grotta.is

Fréttaflokkar