Skip to content

Anna Úrsúla aðstoðar Kára

Anna Úrsúla Guðmundsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarþjálfari kvennaliðs Gróttu. Önnu Úrsúlu þekkja flestir sem koma að íþróttum hérlendis enda verið ein af máttarstólpum Gróttuliðsins seinustu tvö tímabilin í Olísdeildinni. Anna var aðstoðarþjálfari liðsins í fyrra ásamt Guðmundi Árna en mun núna koma í stærra hlutverk í þeirri vinnu. Auk þess mun Anna Úrsúla draga fram skóna eftir stutta viðveru þeirra á skóhillunni og leika með Gróttu næstu tvö keppnistímabilin.

Anna Úrsúla er einn reyndasti leikmaður deildarinnar en Anna hefur leikið 211 leiki fyrir Gróttu á sínum ferli og 101 landsleik fyrir Íslands hönd. Hún átti stóran þátt í þeim titlum sem Grótta hefur unnið undanfarin tvö ár.

„Anna býr yfir gríðarlegri þekkingu á handbolta hefur góða yfirsýn yfir leikinn. Ég er mjög ánægður með að hún haldi áfram með okkur, bæði sem aðstoðarþjálfari og leikmaður liðsins.“

sagði Kári Garðarsson aðalþjálfari Gróttu.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print

Information

Aðalsími Gróttu 561-1133
Skrifstofa Gróttu opin virka daga
frá kl. 13:00 – 16:00
grotta@grotta.is

Fréttaflokkar