Skip to content

Ágúst Emil til Gróttu

Ágúst Emil Grétarsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við Handknattleiksdeild Gróttu.

Ágúst er tvítugur hægri hornamaður sem kemur til Gróttu frá ÍBV þar sem hann er uppalinn og spilaði hann með liðinu í Olís deildinni á seinasta keppnistímabili. Ágúst var einnig við æfingar og keppni með U-20 ára landsliði Íslands í sumar og kemur því til móts við Gróttuliðið í toppformi.

Við undirskriftina hafði Ágúst þetta að segja:

„Ég er mjög spenntur fyrir komandi tímabili. Það er áskorun fyrir mig að spila í fyrsta sinn með öðru liði en ÍBV en Grótta er með er með skemmtilega blöndu af ungum og eldri leikmönnum og eins er Einar þjálfari mjög fær og hef ég fulla trú á því að ég geti bætt mig helling sem leikmaður og að komandi tímabil verði stór skemmtilegt“

Handknattleiksdeild Gróttu er gríðarlega ánægð með að samningar hafi náðst við Ágúst og eru miklar væntingar gerðar til hans í bláa búningnum á komandi keppnistímabili.

Frekar frétta af meistaraflokki karla er að vænta á næstu dögum.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print