Skip to content

Áberandi og Grótta í samstarf!

Merkingarfyrirtækið Áberandi og handknattleiksdeild Gróttu skrifuðu í vikunni undir samstarfssamning sín á milli og verður Áberandi því einn af styrktaraðilum deildarinnar!

Áberandi er leiðandi fyrirtæki í framleiðslu á alhliða merkingum og framleiðir félagið m.a umhverfis-, glugga- og bílamerkingar. Áberandi er einnig framarlega í allri almennri skiltagerð.

Félagið býr yfir fullkomnasta búnaði landsins þegar kemur að risaprentun og öðrum framleiðsluþáttum á skiltum og merkingum.

Við hlökkum mikið til samstarfsins með Áberandi og þökkum þeim kærlega fyrir veittan stuðning og hvetjum alla stuðningsmenn og Seltirninga til að kynna sér vörur og þjónustu þeirra á heimasíðunni sem er hér.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print