Skip to content

6 úr Gróttu valdir á U15 landsliðsæfingar

Um helgina var valið í U15 ára landslið karla. Tveir æfingahópar voru valdir; strákar fæddir 2002 og annar hópur fyrir stráka fædda 2003. Við Gróttufólk eigum hvorki fleiri né færri en 6 drengi í þessum hópum.

Það eru þeir Ari Pétur Eiríksson og Gunnar Hrafn Pálsson sem hafa verið fastamenn í þessu landsliði undanfarið ár en auk þeirra voru Eðvald Þór Stefánsson, Grímur Ingi Jakobsson, Hannes Ísberg Gunnarsson og Krummi Kaldal Jóhannsson valdir að þessu sinni.

Ari Pétur og Gunnar Hrafn leika með 4.flokki karla en Eðvald, Grímur, Hannes og Krummi eru enn í 5.flokki.

  • Ari Pétur Eiríksson er örvhentur leikmaður sem getur bæði leikið sem skytta og hornamaður.
  • Gunnar Hrafn Pálsson er rétthentur leikmaður og leikur hann bæði sem skytta og leikstjórnandi.
  • Eðvald Þór Stefánsson er örvhentur leikmaður og leikur bæði sem skytta og hornamaður.
  • Hannes Ísberg Gunnarsson er rétthentur leikmaður og hefur aðallega leikið sem skytta.
  • Grímur Ingi Jakobsson er línumaður að upplagi en hann er jafnvígur þar og í skyttustöðunni eða sem leikstjórnandi
  • Krummi Kaldal Jóhannsson er rétthentur hornamaður.

Grótta óskar þessum leikmönnum til hamingju með valið og vonar að þeir eigi eftir að standa sig vel á æfingunum.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print