Skip to content

3 flokkur kvenna í handbolta

3. flokkur kvenna byrjaði tímabilið með að fá Valsliðið í heimsókn. Hlíðarendaliðið er vel mannað og því fyrsti leikur tímabilsins krefjandi en mjög spennandi.

Eftir erfiða byrjun í fyrri hálfleik hrukku stúlkurnar okkar í gang. Þær spiluðu góðan varnarleik og nokkuð góðan sóknarleik. Hins vegar voru það tæknifeilar og hraðaupphlaupin sem skildu á milli liðanna í fyrri hálfleik, staðan í hálfleik 9-17 Val í vil.

Seinni hálfleikur byrjaði einnig brösuglega hjá okkar stúlkum og Valsstúlkur gengu á lagið. Eftir fyrstu 10 mínúturnar var Valsliðið búið að auka forystuna í tíu mörk. Þrátt fyrir muninn þá skapaði Gróttuliðið mörg færi en inn vildi boltinn ekki.

Lokatölur 21-32 en margt jákvætt sem þær taka með sér fyrir næsta leik.

Það verður því spennandi að fylgjast með stelpunum eflast í vetur.

  • Katrín Anna – 6 mörk
  • Katrín Helga – 6 mörk
  • Hekla – 3 mörk
  • Patricia – 3 mörk
  • Edda – 2 mörk
  • Helga – 1 mark
  • Jóanna varði 12 bolta en meiddist þegar leið á seinni hálfleikinn.

Eyjólfur okkar maður var á staðnum og tók frábærar myndir. Myndir frá leiknum er að finna hér.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print