Það var líf og fjör á fyrsta þjálfarafundi annarinnar hjá Fimleikadeild Gróttu þar sem um 40 þjálfarar félagsins komu saman í september. Anna Steinssen frá KVAN heillaði hópinn með bæði fræðandi og skemmtilegum fyrirlestri um jákvæð samskipti og samskipti á milli kynslóða. Axel Bragason, sjúkraþjálfari og einn reynslumesti fimleikaþjálfari deildarinnar, tók svo við keflinu og fór yfir leiðbeiningar og áherslur í þjálfun, æskilegri framkomu við iðkendur, hvernig bregðast skuli við meiðslum eða slysum í salnum, ásamt mörgu öðru. Að lokum var farið yfir og sammælst um góðar venjur sem þjálfarar Fimleikadeildarinnar munu að tileinka sér og vinna eftir. Fundurinn og fræðslan fór vel í þjálfarahópinn sem gaf starfinu táknræna fimmu eins og sjá má á myndunum.
Þjálfarafundur fimleikadeildar
Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.
Facebook
Twitter
Email
Print
Fréttaflokkar
2. flokkur
3. flokkur
4. flokkur
5.flokkur
5.flokkur kvenna
7. flokkur
9.flokkur
Organization board
Bikarkeppni
deildarmeistari
Fimleikar
handboltaskóli
Handboltaskólinn
Handbolti
Heimaæfingar
Hugarfarmyndbönd
hæfileikamótun
Jólakort
Jólakort Gróttu
jólanámskeið
Karlmennskan
Knattspyrna
Landslið
Leikmenn
Meistaraflokkur
mfl. karla
Mfl.kk
mfl. kvenna
Mfl.kvk
Myndaalbúm
Mót
Námskeið
Pepsi Max
Styrktaraðili
Sumarnámskeið
Tímarit
u14kvenna
unglingalandslið
Verðlaun
Viðtal
Yngri flokkar
Æfingaferð
Æfingatafla
Coaches
þorrablót
Information
Aðalsími Gróttu 561-1133
Skrifstofa Gróttu opin virka daga
frá kl. 13:00 – 16:00
grotta@grotta.is