Skip to content

Skráning fyrir Stubbafimi hafin

Stubbafimi er ætluð yngstu iðkendunum fimleikadeildar Gróttu. Áhersla lögð á grundvallarhreyfigetu og líkamsvitund með fjölbreyttum æfingum. Markmiðið er að vekja áhuga á fimleikum, byggja upp góðan grunn fyrir áframhaldandi fimleikaiðkun, kenna jákvæðan aga og reglur sem gilda í salnum.

Fyrsti stubbatími haustannar verður laugardaginn 5. september og sá síðasti 21. nóvember, kennt er á laugardagsmorgnum í 50 mín. Skráning fer fram hér: grotta.felog.is

  • 2 ára stubbar (börn fædd 2018)
  • 3 ára stubbar (börn fædd 2017)
  • 4 ára stubbar (börn fædd 2016)

Fyrirkomulagið er á þann hátt að 3 ára og 4 ára börn (fædd 2017 og 2018) æfa án foreldra í tímunum en fyrstu tveir tímar annarinnar er leyfilegt að fylgjast með til að auðvelda aðlögun. 2 ára stubbar eru með foreldrum í salnum.

Skráning fer fram hér: grotta.felog.is

Nánari upplýsingar veitir Vala Thoroddsen, framkvæmdastjóri fimleikadeildar Gróttu fimleikadeild@grotta.is eða í síma 561-1137

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print

Information

Aðalsími Gróttu 561-1133
Skrifstofa Gróttu opin virka daga
frá kl. 13:00 – 16:00
grotta@grotta.is

Fréttaflokkar