Skip to content

Ofurhetjumót Gróttu og MINISO tókst vel

Ofurhetjumót Fimleikadeildar Gróttu og MINISO fór fram um síðustu helgi og sýndu alls 400 ofurhetjur frá 8 félögum listir sínar. Mótið gekk ótrúlega vel og þökkum við öllum keppendum og foreldrum þeirra fyrir komuna. Þjálfurum og dómurum þökkum við fyrir vel unnin störf ásamt öllum þeim sjálfboðaliðum sem lagt hafa hönd á plóg. Við þökkum aðalstyrktaraðila mótsins versluninni MINISO í Kringlunni sérstaklega fyrir stuðninginn en allir keppendur fóru heim með glaðning frá þeim.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print