Skip to content

Malta GymStars mót

Sextán Gróttustelpur á aldrinum 10-18 ára eru staddar á Möltu þessa dagana. Um helgina kepptu þær á alþjóðlegu móti Malta GymStars International, 280 stelpur frá tíu löndum kepptu á mótinu.
Stelpurnar okkar stóðu sig mjög vel.

Nanna Guðmundsdóttir varð í 3. sæti í fljölþraut í fullorðinsflokki og fékk gull á slá, silfur á tvíslá og brons á gólfi.

Freyja Hannesdóttir varð í 2. sæti á stökki í unglingaflokki og Ásdís Erna Indriðadóttir sigraði á tvíslá í stúlknaflokki.

Í næstu viku taka svo stelpurnar þátt í alþjóðlegum æfingabúðum á Möltu. Til hamingju með mótið stelpur og góða skemmtun í æfingabúðunum.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print