Skip to content

Björk International 2019

Fimleikafélagið Björk hélt alþjóðlegt boðsmót í áhaldafimleikum kvenna um helgina. Þetta var í fyrsta sinn sem að mótið er haldið og mættu keppendur frá Danmörku til leiks auk fjölda íslenskra keppenda. Mótið var vel heppnað og vonandi komið til að vera.

Grótta átti tíu keppendur á mótinu. Ásdís Erna sigraði í fjölþraut í stúlknaflokki í gær. Í dag fóru fram úrslit á áhöldum, en átta efstu keppendur á hverju áhaldi í gær komust í úrslitin í dag. Freyja varð í 2. sæti á stökki í unglingaflokki. Ásdís Erna sigraði á gólfi í stúlknaflokki og Svanhildur Sunna varð í 2. sæti á tvíslá og slá.

Til hamingju með mótið!

Keppendur Gróttu í úrslitum á áhöldum á Björk International 2019:

  • Laufey – tvíslá í unglingaflokki
  • Ragna – stökk í stúlknaflokki
  • Agnes – slá í unglingaflokki
  • Freyja – stökk, tvíslá og slá í unglingaflokki
  • Sunna og Ásdís – tvíslá, slá og gólf í stúlknaflokki

Keppendur Gróttu á Björk International 2019:
Efri röð: Saga, Laufey, Agnes, Hildur, Ísól. Neðri röð: Ásdís, Ragna, Freyja, Sif og Sunna.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print

Information

Aðalsími Gróttu 561-1133
Skrifstofa Gróttu opin virka daga
frá kl. 13:00 – 16:00
[email protected]

Fréttaflokkar