Skip to content

Tinna Brá íþróttakona Gróttu og Hákon Rafn íþróttamaður Gróttu árið 2020

Úrslit í íþróttamanni og íþróttakonu Gróttu voru kunngjörð í síðustu viku með myndbandi á samfélagsmiðlum

Tinna Brá Magnúsdóttir knattspyrnukona er íþróttakona Gróttu árið 2020 og knattspyrnumaðurinn Hákon Rafn Valdimarsson er íþróttamaður Gróttu. Tinna Brá og Hákon Rafn eru markmenn í meistaraflokkum Gróttu og þrátt fyrir ungan aldur spiluðu þau lykilhlutverk á sínum liðum.

Önnur úrslit eru að Anna Sóley Jensdóttir frá fimleikadeildinni er þjálfari ársins, fimleikakonan Freyja Hannesdóttir er íþróttakona æskunnar og handknattleiksmaðurinn Ari Pétur Eiríksson er íþróttamaður æskunnar.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print

Information

Aðalsími Gróttu 561-1133
Skrifstofa Gróttu opin virka daga
frá kl. 13:00 – 16:00
grotta@grotta.is

Fréttaflokkar