Skip to content

Þór Sigurðsson nýr yfirstyrktarþjálfari

Íþróttafélagið Grótta hefur gengið frá ráðningu Þórs Sigurðssonar í nýtt starf yfirstyrktarþjálfara Gróttu. Þór sem er 42 ára gamall kom til starfa hjá félaginu haustið 2017 og hefur síðan þá þjálfað elstu flokka karla- og kvennamegin í handbolta og fótbolta við afar góðan orðstír.

Með ráðningunni er stigið enn lengra skref í utanumhaldi um styrktarþjálfun félagsins en áður hefur verið gert. Þór mun flytja aðstöðu sína sem hann hefur byggt upp í Krafstöðinni í styrktarsalinn okkar. Hann mun vinna að ákveðinni samfellu og samræmingu milli deilda varðandi styrktarþjálfun auk þess að sinna einkaþjálfun íþróttamanna og almennings í aðstöðu Gróttu.

Þór mun hafa yfirumsjón með tímaskipulagi í styrktarsalnum í samráði við íþróttastjóra, framkvæmdastjóra og deildir félagsins. Grótta mun undir forystu Þórs fara í samstarf um kennslu styrktarþjálfunar í valfagi í Valhúsaskóla frá og með næsta hausti.

Samningur Þórs við Gróttu tekur gildi 1. ágúst nk. og gildir fyrst um sinn til tveggja ára.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print