Nýlega kom dr. Elís Þór Rafnsson, Sjúkraþjálfari PhD, sérfræðingur í íþróttasjúkraþjálfun og sjúkraþjálfari handboltalandsliðs karla til margra ára og hélt fyrirlestur fyrir Gróttukrakka frá 4. flokki í handboltanum. Hann fræddi þau um og sýndi mikilvægar teygjur sem koma þeim að gagni sem tilvonandi afreksfólk, bæði til þess að koma í veg fyrir meiðsl og einnig til að jafna sig eftir ákveðin meiðsl. Þessi fyrirlestur var að frumkvæði Aðalstjórnar og Elís sjálfs, sem er sammála okkur að í Gróttu sé mikilvægt að impra á þessum atriðum til að hindra langvarandi meiðsl barnana og auka líkur á því að þau blómstri í íþróttinni og iðki hana sem lengst. Elís gaf þjálfurum yngri flokkana góð ráð varðandi teygjurútínu sem hann mælir með því að börnin tileinki sér á hverri æfingu og vonast er til að þessi grunnur nýtist okkar fólki vel í framtíðinni. Vel var tekið í þessa fræðslu og mögulegt er að Elís komi aftur og tali við enn fleiri iðkendur, og gefi frekari ráð. Einnig stefnir Aðalstjórn Gróttu á það að fá sambærilega fræðslu frá sjúkraþjálfara fyrir fótboltann og fimleikana fljótlega.


