Skip to content

STARFSMANNAKYNNING GRÓTTU

Nafn: Hrafnhildur Thoroddssen
Gælunafn: Bídó
Ég ólst upp mestmegnis í Keflavík 
Fyrri störf: Ég var byrjuð að vinna sem sendill á lögfræðisstofu föður míns. Ári síðar hóf ég störf á smurbrauðsstofunni Birninum á Njálsgötu og vann þar með skóla og öll sumur til sextán ára aldurs en þá lenti ég í bílslysi á leið til vinnu.   Á Birninum var ég þátttakandi í matseld, þjónustu og þrifum auk þess sem ég smurði snittur og gerði brauðtertur fyrir veislur. Tvö síðustu ár mín á Birninum leysti ég eigendur af í fríum og bar ábyrgð á starfsseminni. 

Ég lauk stúdentsprófi frá MH árið 2002 en ég var nemandi í skólanum fyrir slysið. Fyrir þann tíma hafði ég starfað á kassa í Hagkaupum. Eftir stúdentsprófið starfaði ég hjá Össur stoðtækjaþjónustu eða þar til ég hóf störf hjá íþróttamiðstöð Seltjarnaness.    

Árið 1994 fór ég til Shangai í Kína til skoðunar vegna lömunar minnar sem lauk með því að kínverskur skurðlæknir kom tvisvar til Íslands og gerði á mér tilraunaskurðaðgerðir. Eftir það fór ég fjórum sinnum til Moskvu í Rússlandi í rafmagnsmeðferðir, tvisvar sinnum til Burgundy í Frakklandi í leisermeðferðir og tvisvar sinnum til London í sértæka sjúkraþjálfun.  Í mörg ár æfði ég stíft göngu á spelkum.  Allt þetta hefur verið mikil vinna. 

Hve lengi starfað hjá Gróttu: Ég er búinn að vinna hjá Gróttu í 6 ár.  
Áhugamál:  Hef gaman að horfa á sjónvarp eða lesa góða bók. 
Stundaðir þú íþróttir: Ég stundaði ekki beint íþróttir en ég var í leikfimi hjá Sissa.
Bíómynd í uppáhaldi: No country for old man er í sérstöku uppáhaldi en ég hef líka gaman af Woody Allen myndunum.  
Uppáhalds tónlistarmaður: Bubbi Morthens sem er nýji nágranni minn.
Hvað færðu að borða á Aðfangadag: Hamborgarahrygg.
Skilaboð til foreldra:  Gleðileg jól til allra 

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print