Skip to content

Sex fengu bronsmerki Gróttu

Á kjöri íþróttamanns Gróttu sl. fimmtudag voru starfsmerki Gróttu afhent. Merkin fá þeir einstaklingar sem unnið hafa ötullega fyrir félagið um árabil. Að þessu sinni fengu sex einstaklingar bronsmerki félagsins.

Eftirtaldir fengu bronsmerki:

Anna Sóley Jónsdóttir, Bjarki Már Ólafsson, Björn Valdimarsson, Eiríkur Elís Þorláksson, Fanney Magnúsdóttir og Hannes Birgisson.

Við sama tilefni fengu þrír einstaklingar viðurkenningar frá Gróttu þar sem þeir kepptu í fyrsta sinn fyrir Íslands hönd á árinu, allir fyrir keppni í knattspyrnu. Það voru þeir:

Grímur Ingi Jakobsson, Krummi Kaldal Jóhannsson og Orri Steinn Óskarsson

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print