Skip to content

Sala á Gróttuvörum flyst í Errea búðina

Frá og með deginum í dag, mánudeginum 25. september mun Gróttubúðin á 2. hæð íþróttahússins sem allflest Gróttufólk þekkir loka. Ákveðið hefur verið að Gróttuföt sem allajafna hafa verið seld hjá Gróttu verði framvegis til sölu í Errea búðinni að Bæjarlind 14-16 í Kópavogi.

Fulltrúar Errea munu reglulega yfir veturinn skipuleggja sérstaka Errea sölu hjá Gróttu sem auglýst verður með góðum fyrirvara. Keppnisföt í handbolta og fótbolta og fimleikaföt verða áfram fáanleg á skrifstofutíma. Aðrar Errea vörur t.a.m. sokkar, undirbuxur og bolir, félagsgallinn o.fl. verða eins og áður sagði fáanlegir í Errea búðinni.

Vakin er sérstök athygli á vefverslun Errea, hægt er að panta vörur og fá þær heimsendar eða sækja í verslun þeirra. Þið finnið slóðina á Gróttuvörur hér

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print