Skip to content

Rebekka með U15 í Portúgal

Rebekka Sif Brynjarsdóttir er nýkomin heim frá Portúgal þar sem hún var við keppni með U15 ára landsliðinu. Ísland var þar ein fjögurra þáttökuþjóða á UEFA Development Tournament, ásamt Þýskalandi, Spáni og Portúgal. Í fyrsta leik mætti Ísland Spáni og gerði 3-3 jafntefli. Ísland tapaði seinni tveimur leikjunum, 2-0 gegn Portúgal og 4-1 gegn Þýskalandi. Ljóst er að Ísland er að spila gegn sterkum þjóðum og hefur þetta verið mikil áskorun fyrir þennan efnilega hóp. Þjálfari U15 ára landsliðsins er Magnús Örn Helgason sem er Gróttufólki vel kunnugur. Þá var Harpa Frímannsdóttir, sem situr í stjórn knattspyrnudeildarinnar, einnig hluti af starfsliði hópsins. Þrír liðsfélagar Rebekku úr Gróttu/KR voru einnig í hópnum, þær Matthildur, Rakel og Kamilla.
Rebekka Sif stóð sig gríðarlega vel með landsliðinu úti og tekur helling með sér í reynslubankann! Knattspyrnudeild Gróttu er stolt af því að eiga svona glæsilegan fulltrúa í þessum hóp.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print