Skip to content

Örlygur lætur af störfum

Örlygur Ásgeirsson sem starfað hefur hjá okkur sem starfsmaður íþróttamannvirkjanna frá árinu 2016 við afar góðan orðstír lætur af störfum í dag 28. apríl nk og fer á eftirlaun. Örlygur hefur frá fyrstu tíð komið af krafti og fagmennsku inn í starfið hjá okkur. Hann er vinnusamur, samvinnuþýður og hefur húmorinn í lagi sem er mikilvægur eiginleiki til að gefa vinnustaðnum. Haldið var kveðjuhóf honum til heiðurs í gær en þar var Örlygur leystur út með gjöfum auk þess sem hann var sæmdur bronsmerki félagsins. Íþróttafélagið Grótta þakkar Örlygi kærlega fyrir samfylgdina og framlag hans til félagsins.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print