Skip to content

Nýr styrktarsamningur undirritaður

Nýr 3ja ára samstarfssamningur milli Seltjarnarnesbæjar og Gróttu undirritaður. Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri og Þröstur Þór Guðmundsson varaformaður Gróttu undirrituðu nýjan samtarfssamning sem lýtur að því markmiði að tryggja öflugt og fjölbreytt íþróttastarf á Seltjarnarnesi. Um er að ræða 3ja ára samning sem gildir til 31. desember 2022.

Í samningnum kemur meðal annars fram að Grótta skuli hafa það að markmiði að bjóða börnum og unglingum skipulagt íþróttastarf undir leiðsögn menntaðra og hæfra leiðbeinanda þar sem forvarnargildi íþrótta er haft að leiðarljósi. Einnig að hlúa að keppnis- og afreksíþróttafólki þannig að það nái sem bestum árangri. Seltjarnarnesbær mun hafa það að markmiði að efla aðstöðu og treysta rekstrar- og starfsgrundvöll félagsins með beinum fjárframlögum og samningi um rekstur íþróttamannvirkja.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print