Skip to content

Ný lög um frádráttarbæra styrki til íþróttafélaga

Með nýjum lögum sem samþykkt voru 1. nóvember síðastliðinn geta einstaklingar nú styrkt Gróttu um allt að 350.000 krónur en að lágmarki 10.000 krónur á ári sem er frádráttarbært frá skattskyldum tekjum.

Fyrirtækjum er heimilt að draga frá skattstofni allt að 1,5% af rekstrartekjum.

Svona er ferlið:
Þú millifærir upphæð að eigin vali að lágmarki kr. 10.000 inn á reikning Gróttu:
0512-14-405405, kt. 700371-0779

Sendir tölvupóst með eftirfarandi upplýsingum á grotta@grotta.is

  • Nafn greiðanda
  • Kennitala greiðanda
  • Fjárhæð framlags
  • Greiðsludagur

Einnig þarf að tilgreina hvaða deild viðkomandi vill styrkja óski greiðandi eftir því, annars fara öll framlög í sérstakan sjóð sem aðalstjórn síðan úthlutar til allra deilda.

Grótta gefur út kvittun til greiðanda þar sem kemur fram nafn og kennitala greiðanda og fjárhæð framlags.

Til að geta nýtt sér heimildina fyrir 2021 þarf greiðsla að hafa borist fyrir 30. desember nk.

Íþróttafélagið Grótta þakkar kærlega fyrir allan ómetanlegan stuðning í gegnum tíðina.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print