Skip to content

Minningarorð – Ásmundur Einarsson

Fallinn er frá einstakur Gróttumaður í blóma lífsins, Ásmundur Einarsson. Ási eins og hann var jafnan kallaður, var ákveðinn, glaðlyndur og heilsteyptur maður sem sinnti föðurhlutverkinu af stakri prýði.  Það var því sjálfgefið hjá Ása að leggja Gróttu lið þegar yngsta dóttir hans kom til félagsins frá KR.  Frá þeim degi átti félagið því láni að fagna að njóta starfskrafta hans. Alla tíð vildi hann veg félagsins sem mestan og lagði sitt að mörkum til þess. Fyrst með störfum í barna- og unglingaráði handknattleiksdeildar Gróttu, síðan sem fulltrúi í heimaleikjaráði meistaraflokks og nú síðustu misseri sem formaður handknattleiksdeildar Gróttu. Ási tók að sér þau störf sem þörf var fyrir hverju sinni og sinnti þeim af stakri samviskusemi og vandvirkni. Ekkert verkefni var of lítið eða of stórt fyrir Ása sem hoppaði í öll verk með bros á vör. Fyrir þessi óeigingjörn störf í þágu félagsins var Ási sæmdur bronsmerki Gróttu árið 2021.

Grótta saknar vinar í stað og harmar einstakan liðsmann. Mestur er þó missir fjölskyldu hans. Stjórn Gróttu færir þeim einlægar samúðarkveðjur, ekki síst Katrínu Önnu dóttur hans sem leikur með meistaraflokki félagsins, með djúpri þökk fyrir ómetanlegt starf Ása á liðnum árum.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print