Skip to content

Maksim þjálfari ársins 2022

Maksim Akbachev var valinn þjálfari ársins 2022 hjá Gróttu á hófi sem var haldið um miðjan janúar mánuð.
Maksim er yfirþjálfari handboltadeildar og var aðstoðarþjálfari hjá mfl karla 2020-2022 auk þess að þjálfa yngri flokka, núna í vetur þjálfar hann 5fl. karla og 4fl. kvenna. 

Tilnefndir sem þjálfarar ársins voru frá fimleikadeild Bjarni Geir H. Halldórsson og frá knattspyrnudeild Pétur Rögnvaldsson.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print