Skip to content

Ljóminn færir Gróttu veglega peningagjöf

Á dögunum færðu nokkrir ungir Gróttumenn félaginu styrk að fjárhæð ein milljón króna. Það var Lífsnautnafélagið Leifur sem færði félaginu þetta fjármagn en hópurinn samanstendur að mestu af drengjum af Seltjarnarnesi sem stunduðu íþróttir í Gróttu á árum áður. Þetta er fjórða árið í röð sem þessi hópur færir Gróttu veglega peningagjöf.

Fjárhæðin safnaðist á árlegum gamlársfagnaði sem kallast Ljóminn og hefur verið haldinn af hópnum í íþróttamiðstöð Gróttu undanfarin ár. Grótta þakkar hópnum kærlega fyrir styrkinn sem kemur sér vel á viðburðarríku afmælisári félagsins.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print