Skip to content

Leikir & mót framundan

HANDKNATTLEIKUR 
Meistaraflokkur karla sigraði HK glæsilega í mikilvægum leik í gærkvöldi. Þeir heimsækja Hauka heim á Ásvelli á sunnudaginn (27.feb) og hefst leikurinn kl. 18:00. 

Grill 66 deild kvenna er fríi fram í mars vegna landsleikja. Næsti leikur kvennaliðs Gróttu er gegn U-liði ÍBV 18 mars. 

U-lið Gróttu á leik á laugardaginn  þegar þeir mæta U-liði HK kl.13:30 í Kórnum. 


KNATTSPYRNA
Lengjubikarinn heldur áfram um helgina þegar Karlalið Gróttu mætir ÍBV á sunnudaginn kl. 14:00 á Vivaldivellinum okkar. Liðið mætti Þrótti Vogum um síðustu helgi og endaði leikurinn 2-2. 

Meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu hefur leik 6. mars í Lengjubikarnum þegar þær mæta Sindra á Vivaldi vellinum kl. 13:00. 


FIMLEIKAR
Það styttist í stærsta mót fimleikdadeildar en hið árlega MINISO Ofurhetjumót Gróttu er helgina 4-6 mars. 

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print