Skip to content

Kvennaverkfall 24. október

Kæra Gróttufólk

Fjölmörg samtök kvenna, hinsegin fólks og launafólks hafa boðað til kvennaverkfalls þriðjudaginn 24. október 2023, þar sem konur og kvár sem það geta eru hvött til að leggja niður launuð og ólaunuð störf þann daginn.
Vegna þessa er ljóst að það mun verða röskun á þjónustu í íþróttahúsi Gróttu sem og gervigrasvelli þann daginn.

Grótta styður jafnréttisbaráttu kvenna og kynsegin fólks og biðlar því til foreldra og forráðamanna að sýna þessari skerðingu skilning.

Þjálfarar hafa fengið þau fyrirmæli að þau munu sjálf upplýsa foreldra og aðstandendur hvernig æfingum hjá þeirra flokkum verður hagað þennan dag í gegnum Sportabler.

Með von um góðar undirtektir

Íþróttafélag Gróttu

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print