Skip to content

Haustfundur þjálfara Gróttu

Haustfundur þjálfara allra deild hjá Gróttu fór fram í gær í hátíðarsal félagsins. Fyrri hluta fundar var erindi frá skrifstofunni um praktísk málefni en aðalfyrirlesturinn var í höndum Jón Halldórssonar frá Kvan sem sem nefnist: Hvernig sköpum við góða liðsheild. 

Jón fjallaði um hópa sem drifnir eru áfram af ákveðinni menningu sem skapast hefur innan þessa ákveðna hóps. Hvað er það sem skapar ákveðna menningu innan hóps? Hvernig getum við fundið út hverjir eru leiðtogar í hópnum? Eru leiðtogarnir jákvæðir eða neikvæðir? Hvernig getum við sett markmið hópsins fram á þann hátt að allir séu tilbúnir að leggja sitt af mörkum til að ná árangri? Jón skoðaði nokkur raundæmi um hópa sem hafa náð miklum árangri og veltum fyrir okkur hverjir lykilþættirnir eru í þessu hópum. Þetta var kraftmikill og skemmtilegur fyrirlestur sem þjálfararnir gerðu góðan róm af.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print