Nú er íþróttastarf hafið að nýju í öllum aldurshópum. Þó með sérstökum formerkjum á það sérstaklega við í boltaíþróttunum tveimur, fótbolta og handbolta.
Okkur langar að biðla til ykkar foreldrar góðir að koma sem allra minnst inn í íþróttamannvirkin okkar, á þetta við um vallarhúsið og íþróttamiðstöðina. Er þetta gert til að minnka smithættu og í þeim tilgangi að auka líkurnar á því að við getum haldið þjónustu okkar áfram. en það er okkar helsta keppikefli.
Vakin er sérstök athygli að áhorfendabann gildir á öllum leikjum eldri aldursflokka. Á þetta við um meistaraflokk, 2. flokk og 3. flokk í knattspyrnu og handknattleik. Biðjum við foreldra að virða það en starfsmenn okkar hafa heimild til að biðja fólk um að yfirgefa leikvelli í þessum aldursflokkum.
Að sama skapi viljum við biðla til foreldra að vera ekki að fjölmenna á áhorfendapallana í yngri aldursflokkum á meðan þetta ástand varir.