Skip to content

Fleygun að hefjast á grunni nýrrar íþróttamiðstöðvar

Framkvæmdir við byggingu og endurbætur íþróttamiðstöðvar ganga vel eins og sjá má á meðfylgjandi mynd sem tekin var í dag. Næsti áfangi þeirra er vinna við fleygun á klöpp í fyrirhuguðum grunni nýbyggingar. Meðan á fleyguninni stendur mun óhjákvæmilega skapast töluverður hávaði og ónæði fyrir íbúa, sem beðist er velvirðingar á.

Við hvetjum foreldra, kennara og íþróttaþjálfara að upplýsa yngri kynslóðina um það sem er í vændum í þessum áfanga svo að þau verði ekki hrædd. Einnig að minna þau á að huga ávallt vel að öryggi sínu þegar þau fara framhjá framkvæmdasvæðinu, einkum við aksturshliðið inn á athafnasvæðið. Ítrekum ennfremur að öryggisvörður á ávallt að vera á staðnum til að stýra umferð inn á framkvæmdasvæðið og vakta að gangandi vegfarendur fari ekki framhjá á sama tíma.

Það er von okkar að fleygunin gangi hratt og vel fyrir sig og viljum koma á framfæri þökkum til íbúa, ekki síst til skólabarna Mýrarhúsaskóla, fyrir skilning og aðgæslu meðan á framkvæmdum hefur staðið.

Hafi íbúar ábendingar varðandi framkvæmdirnar er velkomið að hafa sambandi við þjónustuver Seltjarnarnesbæjar í síma 5959100 eða að senda tölvupóst á postur@seltjarnarnes.is.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print