Skip to content

Ásdís Hjálmsdóttir ræddi við þjálfara Gróttu

Árlegur haust fundur fyrir þjálfara félagasins var haldin í gærkvöldi. Í byrjun fór íþróttastjóri félagsins yfir praktísk mál og skilaboð frá skrifstofunni. 

Það er hefð fyrir því að fá gest til að halda fyrirlestur fyrir þjáflaranna og að þessu sinni mætti Ásdís Hjálmsdóttir fyrverandi spjótkastari og þrefaldur Ólympíufari. Hún hefur verið að sérhæfa sig í hugarfarsþjálfun og heldur úti sinni eigin heimasíðu asdishjalmsdottir.com/islenska

Fyrirlestur hennar var mjög áhugarverður þar sem hún byrjaði að ræða sína sögu þegar kemur að hugarþjálfun, hvenær og hvernig hún byrjaði að nota hugarfarsþjálfun og hvaða áhrif það hafði á hennar feril til þess að undirstrika mikilvægi hennar. Síðan fór hún nánar í fimm grunn aðferðir í hugarþjálfun til þess að þjálfararnir viti hvernig er hægt að gera þetta og geti kennt sínum iðkendum. Í lokin talaði hún svo um hlutverk þjálfarans í þessu öllu (þar sem það er nú einu sinni íþróttafólkið sjálft sem þarf að gera þetta) og hvernig þjálfarar geta tvinnað hugarþjálfun inn í æfingarnar.  

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print