Skip to content

Áætlanir gegn áreitni, einelti og ofbeldi samþykktar

Á síðasta aðalstjórnarfundi Gróttu sem fram fór í upphafi maímánaðar samþykkti stjórn félagsins endurskoðaðar viðbragðs- og aðgerðaráætlanir gegn áreitni, einelti og ofbeldi.

Á undanförnum árum hefur starfsemi félagsins breyst umtalsvert meðal annars með tilkomu þess að Grótta rekur nú öll íþróttamannvirki Seltjarnarnesbæjar. Vegna þessa og í kjölfar Metoo-byltingarinnar var ákveðið að þörf væri á að endurskoða þær áætlanir sem félagið hafði starfað eftir.

Fengnir voru utanaðkomandi sérfræðingar til ráðgjafar við þessa vinnu auk þess sem stjórnarfólk hjá félaginu kom með nytsamlegar athugasemdir. Aðgerðaráætlunina má finna með því að smella hér og viðbragðsáætlunina með því að smella hér. Gert er ráð fyrir að nýjar áætlanir verði kynntar fyrir stjórnarfólki, starfsfólki og þjálfurum við fyrsta tækifæri.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print