Skip to content

Á þriðja hundrað iðkenda hlýddu á Pálmar

Í vikunni hafa vel á þriðja hundrað iðkenda allra þriggja deilda Íþróttafélagsins Gróttu hlýtt á fræðsluerindi Pálmars Ragnarssonar. Í fyrirlestri fyrir íþróttaiðkendur fjallar hann á skemmtilegan hátt um samskipti í íþróttum, hvernig við getum verið góðir liðsfélagar, leiðtogar og náð því besta úr öllum í liðinu.

Góður rómur var gerður að fyrirlestrinum en Grótta stefnir á að fá Pálmar aftur til okkar í janúar til að halda fyrirlestur fyrir iðkendur í 3. og 4. bekk og þjálfara allra deilda. Hér að neðan má sjá myndir frá fyrirlestrunum sem alls voru fjórir talsins.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print