Skip to content

Heimaleikjakort, tilboð og fréttir

Pepsi Max deildin hefst um helgina þegar Grótta heimsækir Breiðablik á sunnudagskvöld.

Það er gríðarleg eftirvænting í loftinu fyrir fyrsta heimaleik félagsins í efstu deild sem fer fram laugardaginn 20. júní kl. 15:45 þegar við fáum stórlið VALS í heimsókn.

Meistaraflokkur kvenna hefur leik kvöldið áður í Lengjudeildinni (föstudaginn 19. Júní) kl. 19:15 á Vivaldivellinum gegn Fjölni.

Korthafar munu njóta forgangs að leikjum Gróttu á Vivaldivellinum verði fjöldi áhorfenda takmarkaður vegna fyrirmæla stjórnvalda.

SJÁLFBOÐALIÐAR ÓSKAST Á HEIMALEIKI

Verkefnið að hýsa 11 heimaleiki í efstu deild er töluvert umfangsmeira en félagið þekkir í fyrstu og annari deild og því auglýsum við eftir sjálfboðaliðum til að rétta okkur hjálparhönd á heimaleikjum Gróttu.

Í skjalinu hér eru 5 fyrstu heimaleikirnir skráðir og við hvetjum fólk til að skrá sig á leiki og taka þátt í Pepsi Max ævintýrin knattspyrnudeildar Gróttu.

TILBOÐ Á ÁSKRIFT STÖÐ 2 SPORT og styrktu Gróttu í leiðinni

Það er hægt að gerast áskrifandi að Stöð 2 Sport á sérkjörum – 3.990 kr. á mánuði og styrkja Gróttu í leiðinni um 6.470 kr. Áskriftin er bindandi til 1. desember 2020.

Þeir sem nú þegar hafa áskrift að Stöð 2 Sport geta einnig styrkt Gróttu með áskrift sinni með bindingu til 1. desember 2020.

Kynntu þér málið í hlekknum að neðan og skráðu þig strax í dag! Tilboð gildir út 11.júní.

stod2.is/vinnumsaman

GISTING OG DEKUR Á SIGLÓ HÓTEL og styrktu Gróttu í leiðinni

Sigló Hótel er lúxus hótel staðsett í einstöku umhverfi við smábátahöfnina á Siglufirði. Nú býðst Gróttufólki að kaupa gjafabréf í tveggja nátta gistingu með morgunverði fyrir tvo og styrkja um leið meistaraflokka Gróttu í knattspyrnu.

Verð gjafabréfsins er kr. 35.800kr og af þeirri fjárhæð renna kr. 4.000kr til Gróttu. 

Upplýsingar um Sigló hótel er að finna á siglohotel.is

Ef þú vilt tryggja þetta góða tilboð eða óska eftir nánari upplýsingum sendir þú tölvupóst á gullijons@grotta.is.

Tilboð gildir út júní mánuð 2020 og hægt er að nota gjafabréfið út mars 2021.

Athugið að opnunartími kann að verða eitthvað skertur yfir vetrarmánuðina.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print