Skip to content

Aðalfundir Gróttu 2024

Aðalfundir deilda Íþróttafélagsins Gróttu fóru fram miðvikudaginn 29. maí og fóru þeir fram í hátíðarsal félagsins.

Ólafur Örn Svansson hélt um fundarstjórnina en fundurinn hófst með skýrslu Þrastar Þórs Guðmundssonar, formanns aðalstjórnar og í kjölfarið komu formenn deilda í pontu og fóru yfir starfið á árinu.

Þröstur Þór Guðmundsson var að klára sitt síðasta ár sem formaður og Karítas Kjartansdóttir hefur tekið við af honum. Kristinn Þorvaldsson og Ragnar Rafnsson voru í fyrra kosnir til tveggja ára en Svala Sigurðardóttir og Anna Bjög Erlingsdóttir hlutu endurkjör í stjórn aðalstjórnar.

Guðjón Rúnarsson hlaut endurkjör sem formaður fimleikadeildarinnar. Jóhanna Sigmundsdóttir og Fanney Magnúsdóttir hlutu einnig endurkjör í stjórn fimleikadeildar. Annars voru breytingar á stjórn fimleikadeildar þannig að Anna Dóra Ófeigsdóttir og Sölvi Sturluson hættu og eftirfarandi komu í þeirra stað: Bylgja Ýr Tryggvadóttir, Birna Friðgeirsdóttir, Harpa Hlíf Bárðardóttir, Tinna Molphy, Tinna Rut Traustadóttir og Þórunn Rafnar Þorsteinsdóttir. María Björg Magnúsdóttir og Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir hættu sem varamenn og í stað þeirra koma Guðni Steinarsson og Margrét Hauksdóttir.

Ingvi Arnar Sigurjónsson bættist við í stjórn knattspyrnudeildar en að öðru leiti voru ekki gerðar fleiri breytingar og stjórnin því núna skipuð þeim Þorsteinn Ingasyni formanni, Hörpu Frímansdóttur, Ingva Arnari Sigurjónssyni, Kristínu Huld Þorvaldsdóttur, Stefáni Bjarnasyni, Helga Héðinssyni og Hildi Ólafsdóttir. 

Ólafur Finnbogason heldur áfram sem formaður handknattleiksdeildarinnar og meðstjórnendur eru Andri Guðmundsson, Arnkell Bergmann Arnkelsson, Erla Gísladóttir, Harpa Guðfinnsdóttir, Kristbjörg Heiður Olsen og Viggó Kristjánsson.

Hulda Björk Halldórsdóttir hlaut endurkjör sem formaður barna- og unglingaráðs handknattleiksdeildar og með henni áfram eru Arndís María Erlingsdóttir, Eva Björk Hlöðversdóttir, Sunna Stefánsdóttir og Stefán Ólafur Stefánsson. Guðrún Dóra Bjarnadóttir hættir og í hennar stað kemur Arnar Þorkelsson.

Eyjólfur Garðarsson ljósmyndari félagsins mætti svæðið og tók frábærar myndir.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print