Skip to content

Hundahlaupið fór fram í gær

Alls tóku tæplega 100 hundaeigendur ásamt hundum sínum þátt í hundahlaupi UMFÍ og Non-stop dogwear sem fór fram síðdegis í gær.  Íþróttafélagið Grótta tók þátt í framkvæmd hlaupsins sem fór mjög vel fram og var mikil ánægja með hvernig til tókst.

Í boði voru tvær hlaupaleiðir, 2 kílómetra og 5 kílómetra hlaup og var ræst út á túninu við smábátahöfnina, leiðin lá út Bakkagranda og sú lengri í kringum Bakkatjörn. 

Hundahlaupið markar tímamót því þetta er fyrsta skiptið sem íþróttahreyfingin og hundaeigendur snúa bökum saman og standa að skemmtilegum viðburði.

Sjá fleiri myndir á https://www.facebook.com/grottasport

Drengir úr 3.flokki Gróttu í knattspyrnu stóðu vaktina í hundahlaupinu
Þór bæjarstjóri var mættur

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print