Skip to content

Lilja Lív og Emelía léku með U17 í milliriðlum

Lilja Lív Margrétardóttir og Emelía Óskarsdóttir léku með U17 ára landsliði Íslands í milliriðlum undankeppni EM 2022 í síðastliðinni viku. Liðið lék þrjá leiki undir stjórn Magnúsar Arnar Helgasonar. Í fyrsta leik gerði Ísland 1-1 jafntefli við Finnland en unnu síðan 1-0 sigur gegn Slóvakíu í öðrum leik sínum. Síðasti leikur stelpnanna var gegn Írlandi og vann Ísland glæsilegan 4-1 sigur, þar sem Emelía Óskarsdóttir skoraði eitt mark liðsins. Sigurinn dugði liðinu þó ekki, þar sem Ísland endaði í öðru sæti riðilsins, jafnt að stigum og Finnland en Finnland fór áfram þar sem þær voru með betri markatölu. Svekkjandi niðurstaða en engu að síður glæsilegur árangur hjá stúlkunum. Grótta er hreykið af því að eiga flotta fulltrúa í liðinu og óskar Lilju, Emelíu og Magga til hamingju með árangurinn 🇮🇸👏🏼

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print