Skip to content

Smitgát og sóttkví í íþróttum

Af gefnu tilefni vil Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands minna á leiðbeiningar um smitrakningu í íþróttum sem má nálgast hér. Einnig er hægt að skoða viðmið smitrakningateymis hér á covid.is.

Það hefur líklega ekki farið framhjá neinum að smittölur í samfélaginu eru ansi háar þessa dagana og því hefur verið mikið að gera hjá smitrakningarteyminu. Ekki er alltaf hægt að ná í smitrakningarteymið til að fá svör og þegar upp kemur smit á æfingu eða í íþróttakeppni er gott ef þjálfarar og aðrir sem koma að skipulaginu séu meðvitaðir um ofangreindar leiðbeiningar og geti brugðist við á viðeigandi hátt.

Í leiðbeiningunum er hægt að sjá þau viðmið sem smitrakningarteymið notast við en auðvitað eru aðstæður mismunandi og geta verið flóknar í íþróttahreyfingunni. Ef upp kemur smit í ykkar röðum skulu þið endilega styðjast við leiðbeiningarnar og sinna þessu eftir bestu getu miðað við þær upplýsingar sem þið hafið hverju sinni.

Hér er hægt að lesa allt um smitgát og hér um sóttkví en að lokum er vert að benda á breyttar reglur um sóttkví fyrir einstaklinga sem hafa verið þríbólusettir eða fengið tvær bólusetningar og fengið COVID-19. Allt um nýja reglugerð í tengslum við sóttkví má lesa hér á vef Heilbrigðisráðuneytisins.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print

Information

Aðalsími Gróttu 561-1133
Skrifstofa Gróttu opin virka daga
frá kl. 13:00 – 16:00
grotta@grotta.is

Fréttaflokkar