Íþróttafélagið Grótta hefur samið við Sideline Sports um notkun á hugbúnaði fyrirtækisins. Sideline hefur undanfarin ár verið leiðandi á markaði með hugbúnað fyrir íþróttastarf og leikgreiningar.
Sideline mun taka við hlutverki Sportabler varðandi samskiptahluta sem er mikilvægur þjálfurum, iðkendum og forráðamönnum.
Sideline verður komið í gagnið hjá Gróttu nk. þriðjudag 15.10. Mikilvægt er að foreldrar gangi úr skugga um að börnin þeirra séu skráð í Gróttu. Það er forsenda þess að fá aðgang að Sideline appinu. Skráning fer fram á skráningarsíðunni okkar grotta.felog.is
Þeir foreldrar sem þegar hafa skráð börnin sín eru beðin um að uppfæra netföng og símanúmer í Nóra kerfinu á grotta.felog.is. Skrifstofan mun senda hlekk á foreldra með notendanafni og lykilorði á þriðjudag, því er mikilvægt að netföng foreldra séu rétt skráð. Ef foreldrar fá ekki þennan hlekk á þriðjudag er þeim bent á að hafa samband við skrifstofu Gróttu í síma 561-1133 á milli 13 og 16.