Maksim Akbachev hefur verið ráðinn þjálfari 4.flokk karla og kvenna hjá Gróttu en auk þeirra starfa mun Maksim verða aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla og sinna afreksæfingum hjá félaginu.
Maksim hóf þjálfaraferil sinn hjá Val en hefur síðastliðin 3 keppnistímabil þjálfað hjá Haukum þar sem hann hefur verið aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla en einnig stýrði hann ungmennaliði félagsins í Grill-66 deildinni. Maksim hefur einnig komið að þjálfun yngri landsliða Íslands og stýrði m.a U-17 ára landsliðinu í 2 ár.
Með komu Maksim styrkist enn frekar þjálfarateymi deildarinnar og lýsir handknattleiksdeildin yfir mikilli ánægju með að hafa náð að klófesta jafn reynslumikinn og færan þjálfara.
Við bjóðum Maksim hjartanlega velkominn í Gróttu og hlökkum mikið til að fylgjast með hans störfum á komandi keppnistímabili!