Handboltaskóla Gróttu lauk í dag eftir góðar viðtökur í ágúst. Eins og síðasta föstudag var keppt á HM móti milli liða og lék Króatía gegn Kína í úrslitaleik HM. Króatía hafði betur í leiknum á móti Kína og eru því heimsmeistarar HM keppni handboltaskóla Gróttu. Í dag voru ýmis önnur verðlaun veitt og lauk skólanum síðan á pulsupartýi líkt og síðustu ár.
Búið er að opna fyrir vetrarskráninguna í gegnum Nóra kerfið grotta.felog.is Í ár er svo kallað búningaár og fá börnin sem æfa handbolta fá glænýja búninga frá Errea í haust.
Æfingar byrja strax eftir helgi, mánudaginn 24.ágúst og er æfingataflan að finna hér.