Davíð Snorri Jónasson, landsliðsþjálfari U16 karla, hefur valið hóp sem tekur þátt í úrtaksæfingum 1.-3. febrúar. Gróttumennirnir Kjartan Kári, Orri Steinn og Grímur Ingi hafa verið valdir í úrtakshópinn. Drengirnir eru allir leikmenn á eldra ári í 3. flokki en æfa aðallega með 2. flokki og meistaraflokki. Um er að ræða gríðarlega efnilega drengi sem munu eflaust fá tækifæri til að sína sig í Inkasso-deildinni í sumar, en Orri spilaði þrjá leiki í 2. deild í fyrra sumar og skoraði í þeim þrjú mörk. Grímur spilaði einnig leik í deildinni í fyrra sumar og átti þar m.a. stoðsendingu.
Hópurinn mætir á fund og æfingu á föstudagskvöldinu, keppir við HK á laugardaginn og Fjölni á sunnudaginn. Hægt er að fylgjast með strákunum kl. 15:00 í Kórnum á laugardaginn og kl. 10:00 í Egilshöll á sunnudaginn.