Skip to content

Meistaraflokkur kvenna hefur keppni

Sunnudaginn 8. maí kl 14:00 á Vivaldivellinum verða þau merku tímamót hjá Gróttu að meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu leikur sinn fyrsta leik. Mótherjar Gróttukvenna verður lið Tindastóls í Borgunarbikarnum.

Seltjarnarnesbær býður öllum bæjarbúum á leikinn.

Undirbúningur að stofnun meistaraflokks kvenna hófst í vetur og hafa konurnar sjálfar haft frumkvæðið að stofnun hans. Sú vinna hefur gengið greiðlega og nú nokkrum mánuðum síðar er liðið tilbúið til leiks. Þjálfari liðsins er enginn annar en Guðjón Kristinsson, en hann hefur þjálfað marga yngri flokka félagsins undanfarin ár. Ábyggilegt er að þetta lið mun ryðja veginn fyrir þær fjölmörgu stúlkur sem nú skipa yngri flokka félagsins og verða þeim mikilvægar fyrirmyndir.

Seltirningar eru hvattir til að mæta á völlinn á sunnudag og fagna þessum merkilega áfanga í starfi félagsins sem teflir nú fram í fyrsta skipti meistaraflokksliðum karla og kvenna í knattspyrnu og handknattleik.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print