Fótbolti.net fjallaði í morgun um Daða Má P. Jóhannsson, gríðarlega efnilegan og duglegan 14 ára leikmann á yngra ári í 3. flokki karla sem hefur aðallega æft og leikið með 2. flokki.
Sá einstaki atburður átti sér stað gegn Völsungi síðastliðna helgi að Daði kom við sögu í leik meistaraflokks en hann kom inn af bekknum síðla leiks og er hann eini strákurinn fæddur 2001 sem hefur leikið í deildarkeppni með meistaraflokki á knattspyrnuárinu.
Daginn eftir leik meistaraflokks gegn Völsungi heimsótti 2. flokkur karla svo ÍR-inga í bikarleik á Hertz-völlinn í Breiðholtinu þar sem Daði gerði sér lítið fyrir og skoraði mark og lagði upp annað!
Við óskum Daða til hamingju með fyrsta leik sinn með meistaraflokki og hlökkum til að fylgjast með honum í framtíðinni!