Þann 8. júní héldu 15 vaskar Gróttustelpur í 5. flokki á TM-mótið (Pæjumótið) í Vestmannaeyjum. Grótta sendi tvö lið til leiks sem bæði stóðu sig með mikilli prýði en hér verður sagt frá ævintýrum Gróttustelpnanna í stuttu máli.
Grótta1 hóf mótið á sigri í nágrannaslag við KR en laut svo í lægra haldi gegn Stjörnunni og Fylki en leikurinn við Garðabæinga var jafn og spennandi allan tímann. Á öðrum degi sigruðu stelpurnar Breiðablik3 örugglega en töpuðu svo fyrir ógnarstórum og sterkum Víkingsstúlkum. Síðasti leikur dagsins var hreinn úrslitaleikur um sæti í 8-liða úrslitum við KA. Það gekk hreinlega allt upp í leiknum hjá okkar stúlkum og glæsilegur 3-0 sigur staðreynd. 8-liða úrslitin byrjuðu vel þar sem stelpurnar voru hársbreidd frá því að leggja Breiðablik1 að velli, lokatölur 1-1. Þegar upp var staðið lék Grótta um 7. sætið og tryggði sér það með sigri á Fylki.
Eyjó ljósmyndari var í Vestmannaeyjum og tók þessar myndir.