Kæru foreldrar og forráðamenn iðkenda í Gróttu.
Frá því að Covid faraldurinn hófst hafa starfsmenn og þjálfara Gróttu sem og sjálfboðaliðar sem koma að starfi félagsins tekist á við erfiðar áskoranir sem reynt hafa verulega á þolgæði og útsjónarsemi allra þessara aðila.
Það er loksins nú sem starfsemi félagsins er að komast í nær eðlilegt horf. Það hefur verið okkur hjá Gróttu hvatning að finna þann stuðning og hlýhug sem þið hafið sýnt í orði og í verki á meðan ástandið varði.
Fyrir hönd Gróttu vil ég þakka ykkur öllum fyrir þann stuðning og þolinmæði sem þið hafið sýnt, þið hafið verið til fyrirmyndar. Takk fyrir að vera til fyrirmyndar.
Með Gróttukveðju,
Bragi Björnsson formaður aðalstjórnar Gróttu.