Skip to content

Ágústa Huld til Gróttu

Ágústa Huld Gunnarsdóttir skrifaði í dag undir 2ja ára samning við handknattleiksdeild Gróttu.

Ágústa er 20 ára gömul spilar sem miðjumaður og kemur frá HK þar sem hún er uppalin. Ágústa er gríðarlega efnilegur leikmaður sem á að baki leiki fyrir flest öll yngri landslið Íslands og verður því Gróttu liðinu mikill liðsstyrkur á komandi keppnistímabili.

Handknattleiksdeildin fagnar því að Ágústa hafi valið að koma í Gróttu og verður afar spennandi að fylgjast með henni í bláu á næsta tímabili.

Stelpurnar okkar sem leika í Grill-66 deildinni eru nú í fríi frá æfingum og hefja undirbúning sinn undir handleiðslu Kára þjálfara aftur í byrjum ágúst. Ljóst er að liðið mun stefna hátt á komandi tímabili og verður afar spennandi að fylgjast með þessu efnilega liði sem er að mestu byggt upp á heimastúlkum næstu mánuði.

Við bjóðum Ágústu velkomna í Gróttu og hlökkum til að fylgjast með henni í vetur !

Áfram Grótta!

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print