Skip to content

Markverðir fá höfuðhlífar

Barna- og unglingaráð Handknattleiksdeildar Gróttu gaf á dögunum öllum markmönnum yngri flokka höfuðhlífar sem notaðar verða á æfingum og leikjum. Hlífarnar eru frá fyrirtækinu SecureSport.

Með þessum kaupum eykst öryggi markvarðanna okkar til muna við höfuðhöggum.

Á myndinni má sjá kampakáta markverði 3. og 6.flokks hjá félaginu með nýju hlífarnar sínar.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print